Benedikt Daríus Garðarsson, sóknarmaður karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við Árbæjarliðið sem gildir út tímabilið 2025.
Benedikt Daríus lék afar vel fyrir Fylki þegar liðið tryggði sér sigur í næstefstu deild, Lengjudeildinni, í sumar.
Skoraði hann 14 mörk í 22 leikjum í deildinni og bætti við einu marki í þremur bikarleikjum.
Varð hann þriðji markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar.
„Þetta eru frábær tíðindi fyrir okkur Fylkismenn! Til hamingju með nýja samninginn Benni!“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudeild Fylkis.