Besta deildin afhenti gullskó, gullbolta og gullhanska

Adam Ægir Pálsson fékk gullbolta fyrir flestar stoðsendingar.
Adam Ægir Pálsson fékk gullbolta fyrir flestar stoðsendingar. Ljósmynd/Besta deildin

Í síðustu viku veitti Besta deildin verðlaun fyrir markahæsta leikmann, stoðsendingahæsta leikmann og besta markmann karla og kvenna.

Leikmenn í Bestu deildinni fengu gullskó, gullbolta og gullhanska afhenta frá Nike á Íslandi.

Jasmín Erla Ingadóttir og Nökkvi þeyr Þórissson hlutu gullskó Nike fyrir flest mörk skoruð.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Adam Ægir Pálsson hlutu gullbolta Nike fyrir flestar stoðsendingar og loks hlutu Sandra Sigurðardóttir og Anton Ari Einarsson gullhanska Nike fyrir að halda markinu oftast hreinu á nýliðnu tímabili.

Nökkvi Þeyr og Anton Ari áttu ekki heimangengt og fá verðlaun sín afhent seinna. Það var Hlynur Valsson, vörumerkjastjóri Nike, sem afhenti leikmönnunum verðlaunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert