Keflvíkingurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson er orðinn leikmaður sænska knattspyrnufélagsins Öster. Hann gerir þriggja ára samning við félagið.
Rúnar, sem er 22 ára, hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Ísland. Verður hann annar Íslendingurinn hjá Öster, því fyrir er Stjörnumaðurinn Alex Þór Hauksson.
Þjálfari Öster er serbneski Íslandsvinurinn Srdjan Tufegdzic, Túfa. Hann þjálfari KA og Grindavík og var aðstoðarþjálfari Vals. Þá lék hann í sjö tímabil með KA.
Liðið tapaði í umspili um sæti í efstu deild um helgina og leikur því áfram í næstefstu deild á næstu leiktíð.
Öster värvar Runar Sigurgeirsson 💥
— Östers IF (@OstersIF) November 16, 2022
Runar skriver på ett treårskontrakt till 2025✍️
Den 22-åriga ytterbacken kommer närmast från Keflavik i den isländska förstadivisionen och ansluter 1 januari 2023.
Välkommen till Öster!
Läs mer på https://t.co/oQyqZEO8WZ
🔴🔵#östersif pic.twitter.com/2rfvhYx8HA