Keflvíkingurinn kominn til Svíþjóðar

Rúnar Þór Sigurgeirsson er kominn til Öster í Svíþjóð.
Rúnar Þór Sigurgeirsson er kominn til Öster í Svíþjóð. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar

Keflvíkingurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson er orðinn leikmaður sænska knattspyrnufélagsins Öster. Hann gerir þriggja ára samning við félagið.

Rúnar, sem er 22 ára, hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Ísland. Verður hann annar Íslendingurinn hjá Öster, því fyrir er Stjörnumaðurinn Alex Þór Hauksson.

Þjálfari Öster er serbneski Íslandsvinurinn Srdjan Tufegdzic, Túfa. Hann þjálfari KA og Grindavík og var aðstoðarþjálfari Vals. Þá lék hann í sjö tímabil með KA.

Liðið tapaði í umspili um sæti í efstu deild um helgina og leikur því áfram í næstefstu deild á næstu leiktíð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert