Sindri frá Keflavík til FH

Sindri Kristinn Ólafsson er kominn til FH frá Keflavík.
Sindri Kristinn Ólafsson er kominn til FH frá Keflavík. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumarkvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson hefur gert þriggja ára samning við FH. Hann kemur til félagsins frá uppeldisfélaginu Keflavík, þar sem hann hefur leikið allan ferilinn.

Hinn 25 ára gamli markvörður staðfesti tíðindin við Víkurfréttir í dag. „Þetta var mér erfið ákvörðun. Keflavík er félagið mitt og er mér rosalega kært,” sagði hann m.a. við Suðurnesjamiðilinn.

Sindri lék 82 leiki með Keflavík í efstu deild og 65 í 1. deildinni. Þá lék hann á sínum tíma 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert