Formaður KSÍ velur of oft auðveldu leiðina

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það fór bókstaflega allt á hliðina á dögunum þegar landsliðskona í knattspyrnu gagnrýndi KSÍ fyrir að hafa ekki fengið treyju að gjöf frá sambandinu eftir að hafa leikið sinn 100. A-landsleik.

Reyndar hefur aðeins einn leikmaður karlalandsliðsins verið heiðraður með hundrað leikja treyju að gjöf frá sambandinu og það er Aron Einar Gunnarsson. Aðrir fengu sínar treyjur eftir landsleik númer 103 og landsleik númer 105.

Reyndar má líka alveg setja spurningarmerki við þá ákvörðun að gagnrýna sambandið sem þú spilar fyrir opinberlega. Þetta hefði eflaust orðið skilvirkara ef það hefði verið hent í eins og eitt símtal til eða frá, jafnvel í búningastjóra kvennalandsliðsins, þar sem það var nú einu sinni búningastjóri karlalandsliðsins sem tók það upp hjá sjálfum sér að heiðra leikmenn karlaliðsins með treyjunum.

Bakvörðinn í heild sinni má nálgast á íþróttasíðum Morgunblaðsins, sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert