Liðstyrkur til Vestmannaeyja

Hermann Þór Ragnarsson í leik með Sindra í sumar.
Hermann Þór Ragnarsson í leik með Sindra í sumar. Ljósmynd/Guðmundur Björgvin Jónsson

Knattspyrnumaðurinn Hermann Þór Ragnarsson er genginn til liðs við ÍBV.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn.

Hermann, sem er 19 ára gamall, kemur til félagsins frá Sindra á Hornafirði en hann skoraði 13 mörk í 19 leikjum með Sindra í 3. deildinni í sumar og tók þátt í að vinna meistaratitil deildarinnar með Hornafjarðarliðinu.

Eyjamenn höfnuðu í áttunda sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð og leika því áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka