Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leik liðsins gegn Skotlandi í vináttulandsleik í Motherwell í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19 og fer fram á Fir Park í Motherwell þar sem alls sex leikmenn leika sinn fyrsta leik fyrir U21-árs liðið.
Þetta eru þeir Adam Ingi Benediktsson markvörður, Jakob Franz Pálsson, Anton Logi Lúðvíksson, Ísak Andri Sigurgeirsson, Danijel Dejan Djuric og Ari Sigurpálsson.
Byrjunarlið Íslands:
Mark: Adam Ingi Benediktsson. Aðrir leikmenn: Jakob Franz Pálsson, Róbert Orri Þorkelsson, Anton Logi Lúðvíksson, Valgeir Valgeirsson, Andri Fannar Baldursson, Kristall Máni Ingason, Ísak Andri Sigurgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Danijel Dejan Djuric, Ari Sigurpálsson.