Sex spila sinn fyrsta leik

Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson spilar sinn fyrsta leik fyrir U21-árs …
Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson spilar sinn fyrsta leik fyrir U21-árs landsliðið í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leik liðsins gegn Skotlandi í vináttulandsleik í Motherwell í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19 og fer fram á Fir Park í Motherwell þar sem alls sex leikmenn leika sinn fyrsta leik fyrir U21-árs liðið.

Þetta eru þeir Adam Ingi Benediktsson markvörður, Jakob Franz Pálsson, Anton Logi Lúðvíksson, Ísak Andri Sigurgeirsson, Danijel Dejan Djuric og Ari Sigurpálsson.

Byrjunarlið Íslands:

Mark: Adam Ingi Benediktsson. Aðrir leikmenn: Jakob Franz Pálsson, Róbert Orri Þorkelsson, Anton Logi Lúðvíksson, Valgeir Valgeirsson, Andri Fannar Baldursson, Kristall Máni Ingason, Ísak Andri Sigurgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Danijel Dejan Djuric, Ari Sigurpálsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert