Tvenna Kristals í endurkomusigri

Kristall Máni Ingason skoraði bæði mörk Íslands í kvöld.
Kristall Máni Ingason skoraði bæði mörk Íslands í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu karla gerði góða ferð til Motherwell og vann þar heimamenn í Skotlandi, 2:1, í vináttulandsleik í kvöld. Kristall Máni Ingason skoraði bæði mörk Íslands í leiknum.

Max Johnston kom Skotum yfir eftir hálftíma leik og leiddu heimamenn með einu marki í leikhléi.

Strax í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Kristall Máni hins vegar metin fyrir íslenska liðið.

Eftir tæplega klukkutíma leik tvöfaldaði hann forystuna með marki úr vítaspyrnu.

Þar við sat og góður endurkomusigur niðurstaðan.

Kristall Máni hefur nú skorað sex mörk í tíu leikjum fyrir U21-árs landsliðið.

Tólf léku sinn fyrsta leik

Alls léku 12 leikmenn sinn fyrsta leik fyrir U21-árs landsliðið í kvöld.

Adam Ingi Bene­dikts­son markvörður, Jakob Franz Páls­son, Ant­on Logi Lúðvíks­son, Ísak Andri Sig­ur­geirs­son, Danij­el Dej­an Djuric og Ari Sig­urpáls­son voru í byrjunarliðinu.

Ólafur Kristófer Helgason markvörður, Arnar Breki Gunnarsson, Oliver Stefánsson, Davíð Snær Jóhannsson, Kristófer Jónsson og Eyþór Aron Wöhler komu þá allir inn á sem varamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert