Ísland og Lettland mætast í úrslitaleik Baltic Cup á morgun og verður leikið á Daugava-vellinum í Riga, þrátt fyrir að íslenska liðið hafi hætt æfingu á vellinum snemma í dag vegna slæmra vallaraðstæðna.
Eftir að hafa skoðað aðra möguleika leikstaði, var komist að þeirri niðurstöðu að leika á Daugava-vellinum, en miklu frosti er spáð í Riga á morgun og má eiga von á að völlurinn verði ekki í sérlega góðu standi.
Ísland vann Litháen í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli í undanúrslitum. Lettland hafði betur gegn Eistlandi, einnig í vítakeppni.