Sólveig til Örebro – Berglind yfirgefur félagið

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er komin til Örebro.
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er komin til Örebro. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnukonan Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro. Samningurinn gildir til ársins 2024.

Sólveig kemur til Örebro frá Val. Hún var að láni hjá Aftureldingu fyrri hluta síðasta tímabils, en kom sterk til baka hjá Íslands- og bikarmeisturunum seinni hluta leiktíðarinnar.

„Ég hef átt þann draum að fara í atvinnumennsku frá því ég var barn. Ég er mjög þakklát fyrir tækifærið," er haft eftir Sólveigu á heimasíðu Örebro.

Þar kemur einnig fram að Berglind Rós Ágústsdóttir hafi yfirgefið félagið. Hún hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu síðan hún kom til þess frá Fylki á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert