Byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Lettlandi í úrslitum Eystrasaltsbikarsins hefur verið tilkynnt.
Arnar Þór Viðarson, landsliðsþjálfari, gerir heilar átta breytingar á liði sínu frá sigrinum gegn Litháen, en Ísland vann þann leik í vítakeppni.
Einu leikmennirnir sem eru aftur í byrjunarliðinu eru Davíð Kristján Ólafsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson.
Hörður Björgvin Magnússon er í leikbanni og þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Dagur Þorsteinsson eru farnir heim en það lá fyrir í upphafi ferðar að þeir myndu aðeins spila fyrri leikinn á mótinu.
Byrjunarlið Íslands:
Ísland: (4-3-3) Mark: Patrik Sigurður Gunnarsson. Vörn: Alfons Sampsted, Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson, Davíð Kristján Ólafsson. Miðja: Hákon Arnar Haraldsson, Stefán Teitur Þórðarson, Ísak Bergmann Jóhannesson. Sókn: Arnór Sigurðsson Sveinn Aron Guðjohnsen, Mikael Neville Andersen.