„Ég hef þurft að berjast fyrir mínu á því sviði líka,“ sagði Viktor Örn Margeirsson, nýkrýndur Íslandsmeistari með karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Viktor Örn, sem er 28 ára gamall, átti frábært ár en hann útskrifaðist í vor sem klínískur sálfræðingur.
Hann varð Íslandsmeistari á dögunum eins og áður sagði og þá lék hann sinn fyrsta A-landsleik gegn Sádi-Arabíu fyrr í þessum mánuði.
„Fyrsta önnin mín í menntaskóla fór algjörlega út um gluggann,“ sagði Viktor.
„Ég veðjaði við bróður minn um að ef ég myndi útskrifast á réttum tíma þá myndi hann splæsa í ferð á Old Trafford,“ sagði Viktor meðal annars.
Viðtalið við Viktor Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér.