Patrik er á leiðinni til Breiðabliks

Patrik Johannesen, í miðjunni, fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum …
Patrik Johannesen, í miðjunni, fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum í Keflavík. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Færeyski knattspyrnumaðurinn Patrik Johannesen er á leiðinni til Breiðabliks frá Keflavík. Þetta staðfesti hann sjálfur. 

Færeyingurinn er búinn að vera mikið í umræðunni undanfarnar vikur en hann átti gott tímabil með Keflavík í ár. Lengi hefur verið orðað hann við Breiðablik en hlaðvarpið Dr. Football greindi frá því í gær að Patrik væri á leiðinni til Breiðabliks frá Keflavík fyrir metfé eða 11 milljónir króna.

Patrik er í landsliðsverkefni með Færeyjum þessa stundina og spilaði 70. mínútur í 1:1 jafntefli gegn Kósovó í gær. Eftir leikinn spurði færeyski fjölmiðilinn Roysni.fo Patrik út í félagaskipti hans til Breiðabliks. 

Færeyingurinn svaraði því með að segja að búið sé að semja um kaup og kjör. Aðeins læknisskoðun sé eftir áður en hann skrifi formlega undir samninginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert