Færeyski knattspyrnumaðurinn Patrik Johannesen er á leiðinni til Breiðabliks frá Keflavík. Þetta staðfesti hann sjálfur.
Færeyingurinn er búinn að vera mikið í umræðunni undanfarnar vikur en hann átti gott tímabil með Keflavík í ár. Lengi hefur verið orðað hann við Breiðablik en hlaðvarpið Dr. Football greindi frá því í gær að Patrik væri á leiðinni til Breiðabliks frá Keflavík fyrir metfé eða 11 milljónir króna.
Patrik er í landsliðsverkefni með Færeyjum þessa stundina og spilaði 70. mínútur í 1:1 jafntefli gegn Kósovó í gær. Eftir leikinn spurði færeyski fjölmiðilinn Roysni.fo Patrik út í félagaskipti hans til Breiðabliks.
Færeyingurinn svaraði því með að segja að búið sé að semja um kaup og kjör. Aðeins læknisskoðun sé eftir áður en hann skrifi formlega undir samninginn.