Birkir áfram með HK

Birkir Valur Jónsson í leik með HK gegn Grindavík í …
Birkir Valur Jónsson í leik með HK gegn Grindavík í sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Varnarmaðurinn Birkir Valur Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild HK og leikur áfram með Kópavogsliðinu næstu tvö árin.

Birkir er 24 ára gamall, uppalinn hjá HK, og hefur leikið með meistaraflokki félagsins frá árinu 2015. Hann á að baki 133 leiki með liðinu í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins, þar af 48 leiki í efstu deild, og hefur skorað sjö mörk.

Birkir lék hálft tímabil með Spartak Trnava í tékknesku úrvalsdeildinni og hann á að baki 27 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Hann lék sautján leiki í 1. deildinni á þessu ári þegar HK tryggði sér sæti í efstu deild á ný eftir árs fjarveru en missti af lokaspretti Íslandsmótsins eftir að hafa viðbeinsbrotnað í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert