Farinn frá Eyjum eftir fjögurra ára dvöl

Telmo Castanheira fagnar marki fyrir ÍBV gegn FH í haust.
Telmo Castanheira fagnar marki fyrir ÍBV gegn FH í haust. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Telmo Castanheira er farinn frá ÍBV eftir að hafa leikið með liðinu undanfarin fjögur ár.

Castanheira er þrítugur miðjumaður sem kom til Eyja frá Trofense í Portúgal fyrir tímabilið 2019 og lék með liðinu í tvö ár í úrvalsdeild og tvö ár í 1. deild. Hann lék samtals 84 deildaleiki, 47 þeirra í efstu deild, og skoraði sex mörk.

ÍBV skýrði frá því í dag að Castanheira hefði hafnað samningstilboði félagsins og ætlaði að leita fyrir sér annars staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert