Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa gengið frá þriggja ára samningi við færeyska landsliðsmanninn Patrik Johannesen. Hann kemur til félagsins frá Keflavík.
Hann lék 22 leiki með Keflavík í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim tólf mörk. Þá skoraði hann eina mark liðsins í eina bikarleik þess á tímabilinu.
Patrik á 20 landsleiki að baki fyrir Færeyjar, þar sem hann hefur skorað eitt mark. Áður en leiðin lá til Keflavíkur lék hann með liðum á borð við KÍ Klaksvík, B36 og AB í heimalandinu. Þá lék hann einnig með Egersund og Florø í Noregi.