Knattspyrnumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson er orðinn leikmaður Haugesund í Noregi. Hann kemur til félagsins frá uppeldisfélaginu Gróttu og gerir fjögurra ára samning við norska félagið.
Haugesund hafnaði í tíunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og fékk 38 stig í 30 leikjum.
Kjartan, sem er 19 ára, skoraði 17 mörk í 19 leikjum með Gróttu í 1. deildinni á leiktíðinni og varð markakóngur deildarinnar. Hann gerði átta mörk í 19 leikjum á síðustu leiktíð. Sóknarmaðurinn hefur leikið 13 leiki með U16 og U19 ára landsliðum Íslands.
Andrés Már Jóhannesson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með Haugesund, en hann lék 17 deildarleiki með liðinu á árunum 2011 til 2012.