Karlalandsliðið í knattspyrnu leikur tvo vináttulandsleiki í janúarmánuði og fara þeir báðir fram á Algarve í Portúgal.
Leikið er gegn Eistlandi 8. janúar og Svíþjóð 12. janúar. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða þannig að liðin verða að mestu leyti án þeirra leikmanna sem spila í vetrardeildunum í Evrópu.
Reikna má með að íslenska liðið verði að mestu skipað leikmönnum sem spila í Noregi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og á Íslandi.