Aron Jóhannsson í Fram

Aron Jóhannsson var fyrirliði Grindvíkinga í ár.
Aron Jóhannsson var fyrirliði Grindvíkinga í ár. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson er genginn til liðs við Framara og hefur samið við þá til tveggja ára.

Aron er 28 ára gamall og var fyrirliði Grindvíkinga á  síðasta tímabili sem var hans fimmta með Suðurnesjaliðinu. Fram að því lék hann með Haukum.

Aron á að baki 43 leiki í úrvalsdeildinni og skorað 7 mörk, þar sem hann lék einn leik með Haukum 16 ára gamall árið 2010, en hina með Grindvíkingum, og þá hefur hann spilað 181 leik í 1. deild og skorað 31 mark. Hann lék á sínum tíma níu leiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert