Elfar orðinn leikmaður Vals

Elfar Freyr Helgason er kominn í Val.
Elfar Freyr Helgason er kominn í Val. Ljósmynd/Valur

Knattspyrnumaðurinn Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Hann kemur til félagsins frá Breiðabliki. Elfar er 33 ára miðvörður.

Arn­ar Grét­ars­son, sem tók við Val á dög­un­um, þekk­ir Elf­ar vel. Arn­ar hef­ur bæði þjálfað Elf­ar og leikið með hon­um og þá var Arn­ar yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála hjá AEK í Grikklandi, þegar Elf­ar gekk í raðir fé­lags­ins.

Elf­ar hef­ur leikið 179 leiki í efstu deild, alla fyr­ir Breiðablik, og skorað í þeim fimm mörk. Þá hef­ur hann einnig verið á mála hjá AEK, Stabæk í Nor­egi og Rand­ers og Hor­sens í Dan­mörku. Hann á einn A-lands­leik að baki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert