Færeyskur markaskorari til Breiðabliks

Klæmint Olsen handsalar nýja samninginn við NSÍ Runavík sem felur …
Klæmint Olsen handsalar nýja samninginn við NSÍ Runavík sem felur í sér að hann er lánaður til Breiðabliks tímabilið 2023. Ljósmynd/NSÍ

Klæm­int Ol­sen, einn mesti marka­skor­ar­inn í sögu fær­eyska fót­bolt­ans, er kom­inn til Breiðabliks á eins árs láns­samn­ingi frá NSÍ Runa­vík.

Klæm­int, sem er 32 ára gam­all, hef­ur leikið all­an sinn fer­il með upp­eld­is­fé­lagi sínu NSÍ og skorað alls 242 mörk í 363 leikj­um fyr­ir fé­lagið í fær­eysku úr­vals­deild­inni, sem er marka­met í deild­inni, og þá hef­ur hann skorað 10 mörk í 54 lands­leikj­um fyr­ir Fær­eyj­ar. Hann skoraði m.a. gegn Moldóvu, Dan­mörku og Ísra­el í síðustu undan­keppni HM.

Á síðasta tíma­bili skoraði Klæm­int 9 mörk í 25 leikj­um fyr­ir NSÍ í fær­eysku úr­vals­deild­inni en lið hans féll úr deild­inni. Hann hef­ur mest skorað 26 mörk í deild­inni á einu tíma­bili, árið 2019, og alls fimm sinn­um skorað yfir 20 mörk á tíma­bili í fær­eysku deild­inni. Þá hef­ur hann skora sex mörk í Evr­ópu­leikj­um með NSÍ á und­an­förn­um fjór­um árum.

Um leið og Klæm­int  var lánaður til Breiðabliks samdi hann á ný við NSÍ til tveggja ára, eða út tíma­bilið 2024. Áætl­un­in er því sú að hann snúi aft­ur  til fé­lags­ins þegar það verður búið að vinna sér sæti í fær­eysku úr­vals­deild­inni á ný.

Breiðablik verður því með tvo fær­eyska landsliðsmenn í fremstu víg­línu á kom­andi tíma­bili því Pat­rik Johann­esen er einnig kom­inn til Íslands­meist­ar­anna frá Kefla­vík.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert