Bjarni í Mosfellsbæinn

Bjarni Páll Linnet Runólfsson í treyju Aftureldingar.
Bjarni Páll Linnet Runólfsson í treyju Aftureldingar. Ljósmynd/Afturelding

Bjarni Páll Linnet Runólfsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Aftureldingar um að leika með liðinu.

Bjarni Páll, sem er 26 ára gamall miðjumaður, kemur frá HK þar sem hann hefur leikið undanfarið tvö og hálft tímabil.

Hjálpaði hann Kópavogsliðinu að komast upp úr 1. deild í Bestu deildina er hann lék 16 leiki og skoraði eitt mark á síðasta tímabili.

Afturelding leikur í 1. deild, Lengjudeildinni.

Bjarni Páll er uppalinn hjá Víkingi úr Reykjavík og hefur leikið 47 leiki í efstu deild og 25 í 1. deild. Hefur hann skorað fjögur mörk í þeim.

„Ég er afar spenntur fyrir komandi tímabili og tel Aftureldingu vera með lið sem getur barist á toppi deildarinnar.

Ég er einnig virkilega heillaður af stemningunni í Mosó og vonast til þess að sjá troðfulla stúku næsta sumar!“ sagði Bjarni Páll eftir undirskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert