Knattspyrnumaðurinn Orri Gunnarsson hefur lagt skóna á hilluna, en hann lék allan ferilinn með uppeldisfélaginu Fram. Hin fjölhæfi Orri er þrítugur.
Leikmaðurinn lék 153 deildarleiki með Fram, þar af 61 í efstu deild, og skoraði í þeim 12 mörk. Hann varð bikarmeistari með liðinu árið 2013.
„Við reiknum þó ekki með að Orri sé farinn mikið lengra en upp í stúku, enda blátt blóð í æðum leikmannsins og afkomandi mikillar Fram fjölskyldu.
Tíminn er kominn og okkar maður ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og einbeita sér að öðrum verkefnum lífsins. Nýr Framari er væntanlegur á næstu vikum og verður í nógu að snúast. Við óskum Orra og fjölskyldu innilega til hamingju.
Stjórn, þjálfarar, starfsmenn og allir Framarar, óska Orra innilega til hamingju með ferilinn og við óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum,“ segir í yfirlýsingu félagsins.