KA hefur fengið til liðs við sig færeyska knattspyrnumanninn Pætur Petersen en hann kemur til Akureyrar frá HB í Þórshöfn og hefur samið við félagið til þriggja ára.
Pætur er 24 ára gamall sóknarmaður sem lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Færeyjar í nóvember. Hann hefur orðið bæði færeyskur meistari og bikarmeistari með HB og leikið með liðinu í Evrópukeppni.