Vkingur úr Reykjavík leikur til úrslita í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta eftir 2:1 útisigur á Fylki í A-riðli í dag.
Danijel Dejan Djuric setti bæði mörk Víkings og kom Fossvogsliðinu í 2:0. Á 79. mínútu minnkaði Óskar Borgþórsson metin fyrir Fylki og við stóð. Víkingsliðið mætir svo Fram í úrslitaleik mótsins.
KR og ÍR gerðu 1:1 jafntefli á Meistaravöllum í Vesturbænum í dag.
ÍR-ingar komust yfir á 53. mínútu með marki frá Jordian Farahani. 12 mínútum síðar jafnaði nýi maðurinn Luke Rae, sem kom á dögunum frá Gróttu, metin fyrir KR-inga og við stóð, 1:1.