FH skellti Íslandsmeisturunum í úrslitum

Úlfur Ágúst Björnsson gerði tvö mörk FH-inga.
Úlfur Ágúst Björnsson gerði tvö mörk FH-inga. Ljósmynd/Kristinn Steinn

FH varð í kvöld fyrsti sigurvegari Þungavigtarbikarsins í fótbolta eftir 4:0-sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld.

FH-ingar, sem leika undir stjórn Heimis Guðjónssonar á ný, voru mun sterkari en Íslandsmeistararnir og var staðan í leikhléi 2:0. Framherjinn ungi, Úlfur Ágúst Björnsson, gerði bæði mörk FH í fyrri hálfleiknum.

Vont varð verra fyrir Breiðablik á 47. mínútu, því Ásgeir Helgi Orrason fékk beint rautt spjald. FH nýtti sér liðsmuninn og Steven Lennon og Máni Austmann Hilmarsson bættu við þriðja og fjórða marki FH í seinni hálfleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert