Íslenska U17 ára landslið kvenna í fótbolta vann 2:0-sigur á Slóvakíu á alþjóðlegu móti í Portúgal í dag.
FH-ingurinn Berglind Freyja Hlynsdóttir skoraði fyrra markið á 41. mínútu og Freyja Stefánsdóttir, leikmaður Víkings úr Reykjavík, gerði seinna markið á 66. mínútu.
Íslenska liðið gerði markalaust jafntefli við Portúgal í fyrsta leik mótsins og lýkur leik gegn Finnlandi á þriðjudaginn kemur.