Kolbrún til liðs við Víking

Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir skrifar undir samninginn við Víking.
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir skrifar undir samninginn við Víking. Ljósmynd/Víkingur

Knattspyrnukonan Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir er gengin til liðs við Víking í Reykjavík og hefur samið við félagið til tveggja ára.

Kolbrún er 23 ára gömul og ólst upp hjá Fjölni en hefur síðan spilað með Stjörnunni, Haukum og síðasta með Fylki. Hún á að baki 37 leiki í úrvalsdeild og 18 í 1. deild en hún hefur samhliða þessu stundað nám í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár og leikið þar með háskólaliði.

Lið Víkings hafnaði í 3. sæti 1. deildar á síðasta tímabili, þremur og fjórum stigum á eftir FH og Tindastóli sem fóru upp í Bestu deildina. Liðið hefur fengið talsverðan liðsauka í vetur eins og sjá má í þessari frétt:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert