ÍBV hefur samið við knattspyrnukonuna Camilu Pescatore um að leika með ÍBV keppnistímabilið 2023.
Camila er 22 ára gömul landsliðskona Venesúela og er fædd þar en á rætur að rekja til Ítalíu. Hún er væntanleg til Eyja eftir landsliðsverkefni um miðjan febrúar en þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV.
Camila hefur spilað margar stöður á vellinum, mest þó sem vinstri bakvörður. Hún hefur leikið með háskólaliði William Carey í Bandaríkjunum undanfarin ár og skoraði sjö mörk og átti sjö stoðsendingar í 20 leikjum á síðasta tímabili þar.