Landsliðskona til Vestmannaeyja

Camila Pescatore, nýjasti liðsmaður ÍBV.
Camila Pescatore, nýjasti liðsmaður ÍBV.

ÍBV hefur samið við knattspyrnukonuna Camilu Pescatore um að leika með ÍBV keppnistímabilið 2023.

Camila er 22 ára gömul landsliðskona Venesúela og er fædd þar en á rætur að rekja til Ítalíu. Hún er væntanleg til Eyja eftir landsliðsverkefni um miðjan febrúar en þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV.

Camila hefur spilað margar stöður á  vellinum, mest þó sem vinstri bakvörður. Hún hefur leikið með háskólaliði William Carey í Bandaríkjunum undanfarin ár og skoraði sjö mörk og átti sjö stoðsendingar í 20 leikjum á síðasta tímabili þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert