Knattspyrnumaðurinn Oliver Stefánsson hefur rift samningi sínum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping.
Þetta staðfesti leikmaðurinn í samtali við fótbolta.net en Oliver, sem er tvítugur, er uppalinn hjá ÍA á Akranesi.
Hann gekk til liðs við Norrköping frá ÍA í mars 2019 en hann lék með Skagamönnum á láni síðasta sumar þar sem hann kom við sögu í 23 leikjum í Bestu deildinni.
Þá tilkynnti leikmaðurinn einnig í samtali við fótbolta.net að hann ætlaði sér að spila hér á landi í sumar.
Varnarmaðurinn á að baki 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað eitt mark.