Ísabella Sara Tryggvadóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir skoruðu mörk U17-ára landsliðs kvenna í knattspyrnu þegar liðið vann sigur gegn Finnlandi á alþjóðlegu móti í Portúgal í dag.
Leiknum lauk með sigri íslenska liðsins, 2:1, en þetta var lokaleikur Íslands á mótinu og hreinn úrslitaleikur þar sem Finnum hefði dugað jafntefli.
Ísland fagnaði sigri á mótinu en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Portúgal í fyrsta leiknum en vann bæði Finnland og Slóvakíu og fékk því sjö stig en Finnar fengu sex stig.