Liðstyrkur í Árbæinn

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Valgeir Árni Svansson er genginn til liðs við Fylki í Bestu deildinni og mun hann leika með liðinu á komandi keppnistímabili.

Valgeir Árni, sem er 25 ára gamall, kemur til félagsins frá Hönefoss í Noregi þar sem hann lék í D-deildinni á síðustu leiktíð.

Hann er uppalinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ en alls á hann að baki 48 leiki í 1. deildinni þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.

Fylkir fagnaði sigri í 1. deildinni síðasta sumar og er nýliði í Bestu deildinni í ár ásamt HK.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka