Leik Blika og Kórdrengja frestað

Kórdrengir fagna marki síðastliðið sumar.
Kórdrengir fagna marki síðastliðið sumar. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

Leik Breiðabliks og Kórdrengja, sem fara átti fram í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Fífunni annað kvöld, hefur verið frestað.

Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ en þar kemur ekki fram hvers vegna leiknum var frestað.

Þó má leiða að því líkum að Kórdrengir eigi í erfiðleikum með að ná í lið þar sem óvissa ríkir um hvort félagið geti yfir höfuð teflt fram liði í næstefstu deild karla, Lengjudeildinni, á komandi tímabili.

Kórdrengir eru sem stendur þjálf­ara­laus­ir, fjöl­marg­ir leik­menn eru horfn­ir á braut og ör­fá­ir eru eft­ir sem eru samn­ings­bundn­ir fé­lag­inu.

Þá hefur enginn leikmaður fengið félagaskipti til félagsins í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert