Blikum dæmdur sigur gegn Kórdrengjum

Íslandsmeisturum Breiðabliks var dæmdur sigur gegn Kórdrengjum í Lengjubikarnum.
Íslandsmeisturum Breiðabliks var dæmdur sigur gegn Kórdrengjum í Lengjubikarnum. mbl.is/Óttar Geirsson

Breiðabliki hefur verið dæmdur 3:0-sigur gegn Kórdrengjum í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu.

Upphaflega var leiknum, sem átti að fara fram í Fífunni í Kópavogi í kvöld, frestað samkvæmt heimasíðu KSÍ.

Nú undir kvöld stendur hins vegar á heimasíðu KSÍ að úrslit leiksins séu 3:0.

Samkvæmt leikskýrslu er það vegna þess að Kórdrengir mættu ekki til leiks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert