Heldur heim til Venesúela

Jesús Yendis í leik með Fram gegn KA á síðasta …
Jesús Yendis í leik með Fram gegn KA á síðasta tímabili. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Vinstri bakvörðurinn Jesús Yendis hefur yfirgefið herbúðir Fram og er búinn að semja við Hermanos Colmenárez í heimalandi sínu Venesúela.

Fótbolti.net greinir frá.

Yendis lék 14 leiki í Bestu deildinni á síðasta tímabili en átti ekki fast sæti í liði Fram og hefur því ákveðið að söðla um.

Hann kom einmitt frá Colmenárez til Fram fyrir rétt tæpu ári síðan. Leikur liðið í efstu deild í Venesúela.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert