Finnski markvörðurinn Vera Varis hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Keflavíkur um að leika með liðinu út tímabilið 2024.
Varis, sem er 28 ára gömul, hefur komið víða við og vann til að mynda finnsku úrvalsdeildina með KuPS á síðasta tímabili.
Þar áður lék hún með Växjö og Limhamn Bunkeflo í sænsku úrvalsdeildinni.
„Við bjóðum Veru hjartanlega velkomna til okkar í Keflavík og erum mjög ànægð að fá til okkar reynslumikla konu til að verja mark okkar næstu tímabil,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudeild Keflavíkur.