Penninn enn á lofti í Eyjum

Sigurður Grétar Benónýsson í leik með ÍBV sumarið 2021.
Sigurður Grétar Benónýsson í leik með ÍBV sumarið 2021. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnudeild ÍBV hefur undanfarið staðið í ströngu við að framlengja samninga við leikmenn sína. Í dag var tilkynnt að Sigurður Grétar Benónýsson væri búinn að skrifa undir nýjan samning.

Nýr samningur Sigurðar Grétars gildir út tímabilið 2024.

Hann er 26 ára gamall sóknarmaður sem hefur verið á mála hjá uppeldisfélagi sínu ÍBV allan sinn feril að undanskildu tímabilinu 2020, þegar Sigurður Grétar lék með Vestra í B-deild. Einnig hefur hann leikið með venslafélagi ÍBV, KFS, í D-deild.

Sigurður Grétar hefur skorað 12 mörk í 67 leikjum í A, B og D-deild á ferlinum.

Hann glímdi við meiðsli á síðasta tímabili og náði því aðeins að leika tvo leiki með ÍBV í Bestu deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert