Endurkomusigur hjá Keflavík

Elfa Karen Magnúsdóttir skoraði tvö.
Elfa Karen Magnúsdóttir skoraði tvö. mbl.is/Árni Sæberg

Keflavík vann í dag 3:2-sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í deildabikar kvenna í fótbolta, Lengjubikarnum. Leikið var í Nettóhöllinni í Keflavík.

Gestirnir frá Aftureldingu byrjuðu mun betur, því Katrín Rut Kvaran og Hildur Karítas Gunnarsdóttir komu Mosfellingum í 2:0 á fyrstu 23 mínútunum.

Hin unga Elfa Karen Magnúsdóttir minnkaði muninn á 30. mínútu og sjö mínútum síðar jafnaði hún í 2:2, sem urðu hálfleikstölur.

Keflavík fullkomnaði svo endurkomuna þegar Caroline Van Slambrouck skoraði sigurmarkið á 75. mínútu.

Breiðablik, ÍBV, Stjarnan og Tindastóll eru einnig í riðli 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert