Fjórir sáu rautt í Kórnum

Atli Arnarson skoraði þrennu í Kórnum í dag.
Atli Arnarson skoraði þrennu í Kórnum í dag. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

HK vann Grindavík 4:0 í fyrstu umferð riðils 1 í A-deild deildabikars karla í fótbolta í dag en tveir leikmenn úr hvoru liði fengu að líta rauða spjaldið í leiknum.

Atli Arnarson skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik og staðan var 1:0 í hálfleik.

HK-ingurinn, Arnþór Ari Atlason, fékk að líta sitt annað gula spjald á 52. mínútu og rauða spjaldið í kjölfarið en það kom ekki að sök því Atli Arnarson tvöfaldaði forystu heimamanna úr vítaspyrnu á 68. mínútu.

Grindvíkingurinn, Marinó Axel Helgason, fékk sitt seinna gula spjald á 74. mínútu og Eiður Atli Rúnarsson þremur mínútum síðar fyrir HK.

Tumi Þorvarsson skoraði þriðja mark HK á 88. mínútu og Atli Arnarson náði þrennunni á 90. mínútu, 4:0.

Undir lok leiks fékk Dagur Austmann Hilmarsson úr Grindavík að líta beint rautt spjald.

HK er með 3 stig, rétt eins og ÍA en lið Grindavíkur og Vestra eru stigalaus í riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert