„Hvaða krakka var ég að ná í?“

„Ég man að Láki [Þorlákur Árnason] hringir í mig og segir mér að við séum að fá ungan leikmann sem er uppalinn í HK,“ sagði fyrrverandi knattspyrnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í Dagmálum en hún lagði skóna á hilluna síðasta haust eftir afar farsælan feril.

Ásgerður, sem er 36 ára gömul, var í lykilhlutverki hjá Garðbæingum þegar fyrirliði kvennalandsliðsins, Glódís Perla Viggósdóttir, gekk til liðs við Stjörnuna árið 2011. 

„Ég sótti hana á æfingar og ég man mjög vel eftir fyrstu æfingunni,“ sagði Ásgerður.

„Við vorum að spila og boltinn fer aðeins út af vellinum og hún öskrar að boltinn sé úti. Ég hugsaði með mér þarna hvaða krakka ég var að ná í?“ sagði Ásgerður meðal annars.

Viðtalið við Ásgerði Stefaníu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert