Caeley Lordemann hefur skrifað undir samning við úrvalsdeildarfélag ÍBV í fótbolta kvenna til eins árs, samkvæmt tilkynningu frá félaginu.
Hinn bandaríski miðjumaður, sem æfði með liðinu í janúar, kemur til með að styrkja lið ÍBV í baráttunni í sumar, eins og segir í tilkynningunni.
Caeley hefur leikið með Santa Teresa í spænsku úrvalsdeildinni sem og NC Courage í efstu deild bandaríska boltans og verið viðloðandi bandaríska landsliðið.