Karaktersigur á Skaganum

Viktor Jónsson skoraði tvívegis í dag.
Viktor Jónsson skoraði tvívegis í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Skagamenn fóru illa af stað í A-deild Deildabikarkeppni karla í Akraneshöllinni í dag þegar þeir fóru inn í hálfleik í stöðunni, 0:3, Vestra í vil í fyrsta leik liðanna í riðli 1.

Þeir hresstust þó heldur betur í seinni hálfleik, skoruðu fjögur mörk, fóru með sigur af hólmi og stigin þrjú sömuleiðis.

Benedikt Warén skoraði fyrsta mark Vestra en það var svo Vladimir Tufegdzic sem tvöfaldaði forystu gestanna áður en Benedikt Warén bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Vestra.

Staðan í hálfleik 0:3.

Viktor Jónsson minnkaði muninn fyrir ÍA í 1:3 og Haukur Andri Haraldsson svo enn frekar í 2:3 áður en Viktor jafnaði metin þegar um 20 mínútur lifðu leiks.

Það var svo Gísli Laxdal Unnarsson sem skoraði fjórða mark ÍA og tryggði skagaliðinu sigur, 4:3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert