Knattspyrnukonan Laufey Harpa Halldórsdóttir hefur verið lánuð úr Breiðabliki og í uppeldisfélagið Tindastól. Mun hún því leika með Tindastólsliðinu á komandi leiktíð.
Laufey kom til Breiðabliks frá Tindastóli fyrir síðasta tímabil, lék átta leiki með Breiðabliki í Bestu deildinni og skoraði í þeim eitt mark.
Hún hefur alls leikið 25 leiki í efstu deild og skorað í þeim eitt mark. Þá á hún 63 leiki og fimm mörk að baki í 1. deild.
Tindastóll leikur í efstu deild á ný á komandi leiktíð, eftir eitt tímabil í 1. deildinni, en liðið hafnaði í öðru sæti á síðustu leiktíð og vann sér inn sæti í deild þeirra bestu með FH.