„Það var ákveðin áskorun fyrir mig að fara í Val,“ sagði fyrrverandi knattspyrnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í Dagmálum en hún lagði skóna á hilluna síðasta haust eftir afar farsælan feril.
Ásgerður, sem er 36 ára gömul, varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Stjörnunni en hún gekk til liðs við Val árið 2019 þar sem hún varð þrívegis Íslandsmeistari.
„Það voru margir leikmenn þarna sem þoldu mig ekki,“ sagði Ásgerður.
„Það var því mikil áskorun að fara spila með fullt af leikmönnum sem vildu ekkert fá mig í Val,“ sagði Ásgerður meðal annars.