Stjörnukonur skoruðu sex

Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði tvö.
Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði tvö. mbl.is/Arnþór

Stjarnan átti ekki í neinum vandræðum með að vinna Tindastól er liðin mættust í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag. Urðu lokatölur 6:0, Garðbæingum í vil.

Leikið var í Miðgarði í Garðabænum og var leikurinn í riðli 2, þar sem Keflavík vann 3:2-sigur á Aftureldingu fyrr í dag. Breiðablik og ÍBV eru einnig í riðlinum. 

Alma Mathiesen skoraði sömuleiðis tvö mörk.
Alma Mathiesen skoraði sömuleiðis tvö mörk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjörnukonur byrjuðu með miklum látum og Aníta Ýr Þorvaldsdóttir og Alma Mathisen voru báðar komnar á blað á fyrstu 13 mínútunum. Tindastóll skoraði svo sjálfsmark á 14. mínútu og breytti stöðunni í 3:0.

Alma bætti við sínu öðru marki og fjórða marki Stjörnunnar á 50. mínútu og bakvörðurinn Arna Dís Arnþórsdóttir sá um að gera fimmta markið á 59. mínútu og sjötta markið á 75. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert