Þróttur skoraði ellefu gegn KR

Sæunn Björnsdóttir og Katla Tryggvadóttir komust báðar á blað.
Sæunn Björnsdóttir og Katla Tryggvadóttir komust báðar á blað. Eggert Jóhannesson

Þróttur úr Reykjavík fór vægast sagt illa með KR er liðin mættust í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag og vann 11:0-sigur. Leikið var í Egilshöll.

Yfirburðir Þróttara voru miklir og þær Brynja Rán Knudsen, Katla Tryggvadóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Sierra Lelii skoruðu allar tvö mörk.

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, Freyja Karín Þorvarðardóttir og Sæunn Björnsdóttir komust einnig á blað.

Leikurinn var sá fyrsti í riðli 1. Valur og Selfoss áttu að mætast fyrr í dag, en leiknum var frestað vegna veðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert