Diljá kemur inn fyrir Svövu

Svava Rós Guðmundsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu á Pinatar …
Svava Rós Guðmundsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu á Pinatar Cup. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður Gotham, hefur þurft að draga sig út úr hópi A-landsliðs kvenna fyrir Pinatar Cup síðar í mánuðinum. 

Í hennar stað kemur Diljá Ýr Zomers, 21 árs gamall leikmaður Häcken. Diljá fór á láni til Nörrköping á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að koma sér upp í efstu deild. 

Ísland mæt­ir Skotlandi, Wales og Fil­ipps­eyj­um í San Pedro del Pinatar á Spáni. Fara leik­irn­ir fram 15., 18. og 21. fe­brú­ar.

Diljá Ýr Zomers kemur inn í hennar stað.
Diljá Ýr Zomers kemur inn í hennar stað. Ljósmynd/Norrköping
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert