„Hver einasti dagur hefur verið mikið púsluspil,“ sagði fyrrverandi knattspyrnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í Dagmálum en hún lagði skóna á hilluna síðasta haust eftir afar farsælan feril.
Ásgerður, sem er 36 ára gömul, er í sambúð með Almari Ormarssyni og saman eiga þau tvö börn.
Bæði hafa þau verið í fremstu röð á knattspyrnuvellinum undanfarin ár og því hefur mikill tími farið í fótboltann á heimilinu.
„Við hefðum aldrei getað þetta án þess að vera með mjög sterkt bakland í kringum okkur,“ sagði Ásgerður.
„Almarr er meira að upplifa þennan úlfatíma svokallaða núna og ég er auðvitað komin í þjálfun þannig að úlfatíminn er alveg kominn yfir á hann,“ sagði Ásgerður meðal annars í léttum tón.