„Mér fannst hann líka fáviti“

„Máni reyndi einu sinni að losna við mig,“ sagði fyrrverandi knattspyrnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í Dagmálum en hún lagði skóna á hilluna síðasta haust eftir afar farsælan feril.

Ásgerður, sem er 36 ára gömul, gekk til liðs við Stjörnuna frá Breiðabliki árið 2005 en hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Garðbæingum og þrívegis bikarmeistari.

Hún og Þorkell Máni Pétursson, útvarps- og fjölmiðlamaður, unnu saman hjá Stjörnunni á sínum tíma og eru miklir vinir í dag.

„Ég var oft uppi á skrifstofu að reyna að fá eitthvað í gegn sem stjórnarmenn og aðrir í kringum félagið nenntu ekkert að hlusta á,“ sagði Ásgerður.

„Í byrjun var þetta mikið stál í stál hjá mér og Mána og hann þoldi mig ekki fyrst. Mér fannst hann líka fáviti en við erum mjög góðir vinir í dag,“ sagði Ásgerður meðal annars.

Viðtalið við Ásgerði Stefaníu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert