Þór/KA burstaði FH

Norðankonur fagna einu sex marka sinna í Boganum í dag.
Norðankonur fagna einu sex marka sinna í Boganum í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þór/KA fór illa með FH í leik liðanna í riðli 1 í A-deild deildabikars kvenna í fótbolta í Boganum á Akureyri í dag.

Heimakonur völtuðu yfir lánlitla Hafnfirðinga en lokatölur urðu 6:1 Þór/KA í vil.

Norðankonur leiddu í hálfleik, 3:0. Mörkin skoruðu þær Amalía Árnadóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir og Sandra María Jessen.

Í seinni hálfleik minnkaði Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir muninn fyrir gestina en tvö mörk frá Söndru Maríu til viðbótar, sem innsiglaði þrennuna á 87. mínútu og mark frá Sonju Björgu Sigurðardóttur í blálokin gerðu endanlega út um leikinn.

Þór/KA er með þrjú stig í riðli 1 en FH er án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert